Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Dagur án eineltis

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur lýst daginn í dag, 17. mars, sem dag án eineltis. Deginum er ætlað að vekja athygli á þessu alvarlega vandamáli og minna á að allir dagar ættu að sjálfsögðu að vera án eineltis. Í tilefni dagsins verður haldið málþing í Ráðhúsinu og hefst það kl. 14:15.

Einelti er ofbeldi sem getur átt sér stað alls staðar í samfélaginu. Barni sem lagt er í einelti líður illa og það verður öryggislaust, einmana og tortryggið. Börn eiga rétt á vernd gegn einelti eins og öðru ofbeldi. Einelti ætti ekki að vera einkamál þeirra sem lenda í því og allir geta hjálpað til við að uppræta það. Þó að börn eigi rétt á að tjá sig fylgir því frelsi sú ábyrgð að gera hvorki né segja eitthvað sem ætlað er að særa aðra manneskju.

Mikilvægt er að allir í samfélaginu séu vakandi fyrir einelti og leyfi því ekki að viðgangast.