Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Samkeppni um gerð veggspjalda um netið og netspurningakeppni á vegum SAFT

Í tilefni alþjóðlega netöryggisdagsins hefur SAFT sent frá sér fréttatilkynningar um samkeppni um gerð veggspjalda um netið og netspurningakeppni.

SAFT efnir til samkeppni í samstarfi við Evrópusambandið um gerð veggspjalda í tilefni alþjóðlega netöryggisdagsins. Samkeppnin er ætluð nemendum á aldrinum 5 til 8 ára, en þemað er “Hvernig sérð þú sjálfan þig á netinu”? Er það öruggur staður?” Þátttakendur sem eru yngri en 9 ára geta sent inn veggspjöld (teikningar, smámyndasaga, plakat, o.fl.) til SAFT fyrir 1. apríl 2010.

SAFT efnir einnig til netspurningarsamkeppni, í samstarfi við Evrópusambandið, ætluð nemendum á aldrinum 9 til 15 ára.  Hægt er að taka þátt sem einstaklingur eða bekkur. Samkeppnin fer fram hér: www.sid2010quiz.org. Spurningasamkeppnin er opin til 9. mars 2010. Vinningshafar fá að launum verðlaunagrip sem afhentur verður við sérstaka athöfn næstkomandi sumar á ótilgreindum stað í Evrópu: Evrópusambandið mun greiða fyrir allan ferðakostnað og uppihald.

SAFT / Heimili og skóli. Suðurlandsbraut 24, 4.hæð - 108 Reykjavík / saft@saft.is / www.saft.is