Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Hjálparstarf – hvernig snýr það að börnum?

Á málstofu Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd (RBF) og félagsráðgjafardeildar HÍ þriðjudaginn 16. febrúar kl. 12-13, í Lögbergi stofu 102, mun Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, flytja fyrirlesturinn Hjálparstarf – hvernig snýr það að börnum?

Í fyrirlestrinum gerir Vilborg m.a. grein fyrir þeim hópi sem sækir eftir aðstoð til Hjálparstarfs kirkjunnar og þeim breytingum sem orðið hefur á umsóknarhópnum eftir bankahrun. Fjallað verður sérstaklega um einstæða foreldra og barnafjölskyldur. Þá mun Vilborg fjalla um reglur Hjálparstarfs kirkjunnar og þær breytingar sem hafa verið gerðar á þeim undanfarið til að bregðast við vanda barna og fjölskyldna sem þangað leita. Einnig mun Vilborg segja frá því hvernig starfsfólk Hjálparstarfsins sér fyrir sér næstu mánuði og misseri varðandi aðstoð til þeirra sem eru verst settir hér á landi.

Málstofan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.