Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Fræðsluefni um tannvernd barna

Hin árlega tannverndarvika, sem Lýðheilsustöð stendur fyrir, hefst í dag og stendur yfir dagana 1.- 5. febrúar. Á vefsíðu Lýðheilsustöðvar segir:

Að þessu sinni er athyglinni beint sérstaklega að tannvernd barna. Nýtt, lifandi fræðsluefni hefur verið útbúið, einkum ætlað foreldrum og öðrum sem sinna tannvernd og tannhirðu barna. Að auki er á ýmsan annan hátt vakin athygli á mikilvægi tannverndar og góðrar tannhirðu, s.s. með miðlun upplýsinga og fræðslu til foreldra, allra skóla, heilsugæslu, tannlækna og fleiri.

Skoða lifandi fræðsluefni á vef Lýðheilsustöðvar.