Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Sjóðir til styrktar börnum

Umboðsmaður barna hefur ákveðið að safna upplýsingum um þá sjóði sem starfa í þágu barna á einn eða annan hátt, hvort sem þeir starfa samkvæmt eftir staðfestri skipulagsskrá skv. lögum nr. 19/1988 eða ekki.

Sjá nánar

Öskudagur

Í gær, öskudag, fékk umboðsmaður barna margar góðar heimsóknir frá krökkum á ýmsum aldri.

Sjá nánar

Málstofur RBF vorið 2010

Fimm málstofur verða haldnar á vegum Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd og félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands vorið 2010. Þema vorsins er Foreldraskyldur samfélags og réttur barna.

Sjá nánar

Hjálparstarf – hvernig snýr það að börnum?

Á málstofu Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd (RBF) og félagsráðgjafardeildar HÍ þriðjudaginn 16. febrúar kl. 12-13, í Lögbergi stofu 102, mun Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, flytja fyrirlesturinn Hjálparstarf – hvernig snýr það að börnum?

Sjá nánar

Áhrif efnahagskreppunnar á heilsu barna

Í frétt á vef Landlæknis, dags 05.02.2010, segir frá efni fyrirlesturs sem Nicholas James Spencer, prófessor emeritus, hélt nýlega fyrir starfsfólk Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar um áhrif efnahagskreppunnar á heilsu barna. 

Sjá nánar

Málþing á alþjóðlega netöryggisdaginn

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2010 verður haldinn 9. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni „Hugsaðu áður en þú sendir”. Í tilefni dagsins stendur SAFT fyrir málþingi í Skriðu, aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, kl 14.30-16.30.

Sjá nánar

Fræðsluefni um áhrif koffíns

Matvælastofnun hefur gefið út fræðsluefni til að upplýsa foreldra, börn og unglinga um áhrif koffíns á líkamann og þær hættur sem kunna að steðja af ofneyslu þess.

Sjá nánar

Fræðsluefni um tannvernd barna

Hin árlega tannverndarvika, sem Lýðheilsustöð stendur fyrir, hefst í dag og stendur yfir dagana 1.- 5. febrúar. Að þessu sinni er athyglinni beint sérstaklega að tannvernd barna. Nýtt, lifandi fræðsluefni hefur verið útbúið, einkum ætlað foreldrum og öðrum sem sinna tannvernd og tannhirðu barna.

Sjá nánar