Fréttir
Eldri fréttir: 2009 (Síða 3)
Fyrirsagnalisti
Afmælisveisla! - Skrifstofan lokuð frá kl. 13:30 20. nóvember
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verður 20 ára á morgun föstudaginn 20. nóvember. Afmælisveisla verður haldin í Snælandsskóla við Viðigrund Kópavogi.
Ungmennaráð afhenda forsætisráðherra ályktun og ljósmyndir
Ungmennaráð umboðsmanns barna, Barnaheilla og UNICEF hafa afhent forsætisráherra ályktun sína um velferð íslenskra barna ásamt myndaalbúmi með myndum af hetjum barnanna.
Árleg skýrsla UNICEF tileinkuð Barnasáttmálanum
Sérstök útgáfa árlegrar skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um stöðu barna í heiminum (e. The State of the World's Children) var kynnt í dag, 19. nóvember.
Ungmennaráð safna hetjum
Ungmennaráð umboðsmanns barna, Barnaheilla og UNICEF safna hvunndagshetjum til stuðnings ályktunar ráðanna um velferð íslenskra barna.
Ungmennaráð funda með allsherjarnefnd Alþingis
Meðlimir úr ungmennaráðum umboðsmanns barna, Barnaheilla og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) funduðu í morgun, 17. nóvember, með allsherjarnefnd um þátttöku og áhrif barna og ungs fólks í íslensku samfélagi.
Könnun um skólaráð
Til að kanna hvernig grunnskólum landsins miðar í þeirri vinnu að koma á formlegu nemendalýðræði sendi umboðsmaður barna öllum grunnskólum landsins spurningalista í sumar.
Ungmennaráðin afhenda þingmönnum afmælisgjöf
Ungmennaráð umboðsmanns barna, Barnaheilla og UNICEF gefa þingmönnum afmælisgjöf í tilefni afmælisviku Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Ungmennaráðin vekja athygli á Barnasáttmálanum í Kringlunni
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims, verður 20 ára föstudaginn 20. nóvember. Í tilefni þess hafa ungmennaráð umboðsmanns barna, Barnaheilla og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sameinað krafta sína en þau munu halda mikilvægi sáttmálans á lofti með fjölbreyttum hætti í afmælisvikunni.
Grunnskólar og nemendafélög hvött til að halda upp á afmæli Barnasáttmálans
Umboðsmaður barna, Barnaheill og UNICEF hafa sent tölvupóst til skólastjóra og nemendafélaga í öllum grunnskólum landsins þar sem þau eru hvött til að halda upp á afmæli Barnasáttmálans.
Síða 3 af 14