Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Breytingar á fæðingarorlofi

Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af fyrirhugaðri breytingu á fæðingarorlofi, þ.e. skerðingu á hámarksgreiðslum úr fæðingarorlofssjóði og frestun á töku hluta orlofsins um þrjú ár.

Foreldrar skipta mestu máli í lífi barna og umönnun og atlæti fyrstu mánuðina í lífi ungbarna hafa varanleg áhrif á allt líf þeirra. Þess vegna þarf að tryggja að ungbörn geti verið heima og notið umönnunar foreldra sinna sem lengst. Fyrirhuguð breyting á fæðingarorlofi er afturför í þessum efnum og kemur þar að auki mun verr niður í þeim tilfellum þar sem að aðeins eitt foreldri er til staðar við umönnun barns.

Umboðsmaður barna telur nauðsynlegt að gæta ýtrustu varkárni þegar tekin er ákvörðun um að breyta fyrirkomulagi fæðingarorlofs.  Í því sambandi má minna á meginreglu 3. gr. Barnasáttmálans, sem kveður á um að það sem er barninu fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börn með einum eða öðrum hætti. Ber því ávallt að leita annarra leiða við niðurskurð áður en fjárframlög og þjónusta við börn eru skert.