Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Afmælisveisla! - Skrifstofan lokuð frá kl. 13:30 20. nóvember

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verður 20 ára á morgun föstudaginn 20. nóvember.  Af því tilefni verður haldin afmælisveisla í Snælandsskóla við Viðigrund í Kópavogi.

Dagskráin hefst kl. 14:00 og lýkur um 15:30. Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir flytur ávarp og opnar nýjan námsvef um Barnasáttmálann, nemendur í 7. bekk flytja verk sem þeir hafa unnið í tilefni afmælisins og nemandi úr 10. bekk Snælandsskóla segir nokkur orð fyrir hönd ungmennaráða Barnaheilla, umboðsmanns barna og UNICEF. Boðið verður upp á afmælisköku í tilefni dagsins. Allir eru velkomnir.

Vegna afmælisveislunnar verður skrifstofa umboðsmanns barna lokuð föstudaginn 20. nóvember frá kl. 13:30. Bent er á tölvupóstfangið ub@barn.is og símsvarann í 552 8999.