Fréttir: maí 2009

Fyrirsagnalisti

25. maí 2009 : Hvað ætlar fjölskyldan að gera í sumar?

Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu - og forvarnarmál boðar til morgunverðarfundar miðvikudaginn 27. maí kl. 8.15 til 10.00. Fundurinn er haldinn á Grand hótel. Þátttökugjald er kr. 1.500 sem þarf að staðgreiða og er morgunmatur innifalinn í þátttökugjaldi.

22. maí 2009 : Dagur barnsins 24. maí

Haldið verður upp á dag barnsins 24. maí næstkomandi í annað sinn á Íslandi en ríkisstjórn Íslands ákvað í fyrra að dagur barnsins skyldi haldinn hátíðlegur ár hvert. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á börnum í samfélaginu, leyfa röddum þeirra að hljóma, koma málefnum barna á framfæri og styrkja samveru barna og fullorðinna.

22. maí 2009 : Dagur barnsins á Egilsstöðum

Á Egilsstöðum veður haldin sérstök dagskrá í tilefni að degi barnsins og veður m.a. opnuð sýning þar sem hægt er að skoða afrakstur verkefnisins „Hvernig er að vera barn á Íslandi“.

22. maí 2009 : Skrifstofan lokuð eftir hádegi í dag 22. maí

Vegna opnunar á sýningunni „Hvernig er að vera barn á Íslandi“ verður skrifstofa umboðsmanns barna lokuð í dag frá kl. 12.00. Sýningin sem er á vegum umboðsmanns barna verður opnuð í Gerðubergi í dag, 22, maí kl. 14.00.

19. maí 2009 : Hvernig er að vera barn á Íslandi?

Hátt í þrjúþúsund grunn- og leikskólanemendur í fjörutíu skólum hafa í vetur tekið þátt í verkefni umboðsmanns barna þar sem þau tjá sig í myndrænu og rituðu máli hvernig það er að vera barn á Íslandi. Markmið þessa verkefnis er að heyra raddir barna og gefa þeim tækifæri á að tjá sig með þeim hætti sem þeim hentar.

12. maí 2009 : Tannheilsa barna

Umboðsmanni barna berast reglulega erindi vegna hrakandi tannheilsu barna á Íslandi og hefur ítrekað vakið athygli á þessu vandamáli.

6. maí 2009 : Umræða um fækkun kennsludaga í grunnskólum

Umboðsmaður barna hefur ritað menntamálaráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf vegna umræðu um fækkun kennsludaga í grunnskólum. Í bréfi sínu ítrekar umboðsmaður að börn og ungmenni eru viðkvæmur þjóðfélagashópur sem þarfnast sérstakrar verndar og umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica