Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Vel heppnað ungmennaþing á Akureyri

Ungmennaþing sem haldið var á Akureyri dagana 4. og 5. mars sl. var afar vel heppnað. Þingið sótti ungt fólk frá öllu landinu á aldrinum 13 til 30 ára auk annarra gesta. Viðfangsefni ungmennaþingsins var „hvort ungmennaráðin séu gjallarhorn ungs fólks?“ Í stuttu máli má segja að ungu fólki þykir ungmennaráðin og vettvangur þeirra vera mjög mikilvægur vettvangur fyrir ungt fólk til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Fram kom á þinginu vilji ungmenna til að gera þing sem þessi að árlegum viðburði auk þess sem það vantaði regnhlífarsamtök til að styðja við ungmennaráðin sem starfandi eru víðsvegar um landið.