Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Heimsdagur barna í fjölmiðlum

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, mælist til þess að fjölmiðlar helgi 1. mars röddum barna og ungmenna. Sem dæmi má nefna að Rás 1 verður með fjölbreytta dagskrá 1. mars sem hefst kl. 08.05 á Ársól, ljóð og bernska og í framhaldinu eru ýmsir fleiri þættir þar sem raddir barna koma fram.

Í tengslum við raddir barna og ungmenna í fjölmiðlum hefur Barnahjálp, Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF) ákveðið að bjóða upp á fréttaritaraþjálfun fyrir ungt fólk í mars og apríl 2009. Haldnar verða þriggja daga vinnusmiðjur þar sem ungt fólk lærir að vinna í fjölmiðlum og búa til fréttir og annað efni sem svo verður flutt eða birt í fjölmiðlum. Þjálfunin er haldin í samstarfi við RÚV og Morgunblaðið/www.mbl.is. Þær eru opnar öllum nemendum í 8., 9. og 10. bekk og verða haldnar á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og í Reykjavík. Hámarksfjöldi þátttakenda er 30. Ekkert þátttökugjald.

Nánar upplýsingar um fréttaritaraþjálfun unga fólksins er að finna á heimasíðu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.