Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Ráðstefna - að marka spor

Ráðstefnan "Að marka spor" verður haldin mánudaginn 1. desember nk. í  húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkholt, Skriðu. Það eru Félag leikskólakennara og RannUng sem standa fyrir ráðstefnunni sem er sú fyrsta sem haldin er um rannsóknir í menntunarfræðum ungra barna.

Sjá nánar

19 ára afmæli barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Í dag, 20. nóvember, eru liðin 19 ár frá því að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Barnasáttmálinn hefur verið staðfestur af öllum aðildarríkjum, að undanskildum tveimur, og er hann sá mannréttindasamningur sem hefur verið staðfestur af flestum þjóðum.

Sjá nánar

Fyrirspurn umboðsmanns barna til ÍSÍ um gjaldtöku vegna félagaskipta

Umboðsmanni barna hefur borist ábending vegna gjaldtöku sem farið er fram á að barn inni af hendi ef það ákveður að skipta um íþróttafélag í sinni keppnisgrein. Samkvæmt upplýsingum sem umboðsmanni barna hafa borist er börnum og ungmennum, sem ákveða að skipta um íþróttafélag, gert skylt að greiða sérstakt gjald vegna félagaskiptanna.

Sjá nánar

NÁUM ÁTTUM MORGUNVERÐARFUNDUR

Miðvikudaginn 19. nóvember nk. kl. 8.15 til 10.00 heldur samstarfshópurinn NÁUM ÁTTUM fræðslufund um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Grand hótel í Reykjavík.

Sjá nánar

Haustráðstefna Miðstöðvar heilsuverndar barna.

Tamur er barns vaninn - foreldrahlutverkið og foreldrafærni, er yfirskrif ráðstefnu sem Miðstöð heilsuverndar barna stendur fyrir föstudaginn 21. nóvember nk. Ráðstefnan verður haldinn á Grand hótel Reykjavík og hefst kl. 09.00. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um málefni barna og fjölskyldna.

Sjá nánar