Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Allt sem viðkemur lýðheilsu barna og unglinga

Þann 2. október sl. var opnuð heimasíða UmMig.is en heimasíðan er ætluð börnum, unglingum og foreldrum þeirra. Á heimasíðunni er að finna upplýsingar um flest allt sem viðkemur líkamlegri-, andlegri-, og félagslegri heilsu barna og unglinga.

Markmið UmMig.is er:
     - að auðvelda aðgengi barna, unglinga, foreldra og annarra er koma að uppeldi barna, s.s. kennarar, þjálfarar o.s.frv. að upplýsingum er varða heilsueflingu,  forvarnir og áhættuþætti.
     - að stuðla að aukinni þekkingu barna, unglinga og foreldra þeirra á mikilvægum þáttum er varða, andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði og heilsusamlegan lífsstíl.

Höfundar UmMig.is eru Anna Margrét Einarsdóttir og Halla Heimisdóttir, nemendur við Háskólann í Reykjavík, kennslufræði og lýðheilsudeild og er heimasíðan hluti af meistaraverkefni þeirra.