Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Athugasemdir vegna kvikmynda sem sýndar eru í kvikmyndahúsum

Reglulega berast umboðsmanni barna athugasemdir vegna kvikmynda sem verið er að sýna í kvikmyndahúsum á Íslandi. Eru þessar athugasemdir m.a. vegna kvikmynda sem að mati foreldra/forráðamanna barna eru ekki við hæfi fyrir börn í  þeim aldurshópi sem auglýst er að myndin sé ætluð.

Í kjölfar þessara athugasemda ritaði umboðsmaður barna bréf til Barnaverndarstofu þar sem farið er fram á að Barnaverndarstofa taki málið til meðferðar í samræmi við 5. gr. laga um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum nr. 62/2006. Barnaverndarstofa hefur svarað erindi umboðsmanns barna þar sem fram kemur að stofnunin hafi kannað stöðu þeirra mála sem kvörtunin beinist að. Þá muni Barnaverndarstofa fylgja þessum atriðum eftir sérstaklega ásamt því að eiga fund með matsmönnum kvikmynda og framkvæmdastjórum kvikmyndahúsa í því skyni að fylgja eftir þeim kröfum sem af lögum leiðir í þessum efnum.