Fréttir


Eldri fréttir: ágúst 2008

Fyrirsagnalisti

22. ágúst 2008 : Vernd barna gegn ofbeldi

Hvers kyns ofbeldi gagnvart börnum er ólíðandi, hvort sem ofbeldið er andlegt eða líkamlegt. Það getur að mati umboðsmanns barna ekki staðist að börnum sé veitt minni vernd gegn ofbeldi en fullorðnum. Umboðsmaður barna tekur því undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra frá 14. ágúst 2008.

20. ágúst 2008 : Að byrja í grunnskóla

Á næstu dögum má gera ráð fyrir að rúmlega fjögurþúsund börn á öllu landinu hefji  grunnskólagöngu  í fyrsta sinn.  Tilhlökkun og eftirvænting  er í huga margra barna en henni getur jafnframt fylgt ákveðin óróleiki og kvíði fyrir nýju skólaumhverfi.

18. ágúst 2008 : Börn sem virkir þátttakendur í samfélaginu

Réttur barna til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu hefur verið umdeildur og er enn. Umboðsmaður barna vill vekja athygli á nýjasta hefti tímaritsins „The International Journal of Children´s Rights“ (Volume 16, No. 3. 2008) en í þessu tölublaði er sérstök áhersla lögð á umfjöllun um lýðræðislega þátttöku barna.

1. ágúst 2008 : Busavígslur í framhaldsskólum

Yfirleitt fara busavígslur í framhaldsskólum vel fram en í undantekningartilfellum virðast þessar innvígsluathafnir fara úr böndunum. Umboðsmaður barna hefur sent skólastjórnendum og formönnum nemendafélaga framhaldsskólanna bréf þar sem þeir eru hvattir til þess að sjá til þess að komið sé fram við nýnema af virðingu á mannsæmandi hátt og tryggt sé að öryggis þeirra sé gætt í hvívetna við busavígslur.

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica