Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Næring ungbarna á 5 tungumálum

Lýðheilsustöð hefur látið þýða íslenskan texta fræðsluefnis sem snýr að næringu ungbarna á 5 tungumál. Um er að ræða bæklinginn Næring ungbarna, útgefinn 2003 af Heilsugæslunni og Lýðheilsustöð sem nú hefur verið þýddur á ensku, pólsku, rússnesku, spænsku og taílensku.

Einnig var tekinn saman stuttur útdráttur úr öllum bæklingunum sem hægt er að afhenda þeim sem eingöngu þurfa á kjarnanum að halda á viðkomandi tungumáli. Útdrátturinn er einnig á íslensku. Textarnir eru aðgengilegir á heimasíðu Landlæknis.