Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Merki og stef Dags barnsins

Í gær, sunnudaginn 25. maí, var Dagur barnsins haldinn hátíðlegur með ýmsu móti um allt land. Í ráðhúsi Reykjavíkur fór fram verðlaunaathöfn þar sem vinningshöfum í samkeppni um merki og stef Dags barnsins voru veitt verðlaun.

Hátt í annað hundrað tillögur að merki og tugur stefja bárust dómnefndum en það var Bryndís Jóna Hilmarsson, fædd 1999, sem vann samkeppnina um merki Dags barnsins og Kristín Hrönn, fædd 1991, hlaut verðlaun fyrir stef Dags barnsins.

Nánar hér á vefsíðu Dags barnsins.