Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Fyrirlestur um yngstu leikskólabörnin á vegum RannUng

Föstudaginn 23. maí kl. 14:30 mun Ingrid Engdahl lektor við Stokkhólmsháskóla halda fyrirlestur um yngstu leikskólabörnin. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og kallast: In the children’s voice. One-year-olds “tell” about their preschool

Í fyrirlestrinum mun Ingrid Engdahl fjalla um rannsókn með eins árs leikskólabörnum í Svíþjóð þar sem leitað var eftir sýn barnanna á líf sitt í leikskólanum. Sex börnum var fylgt eftir í leikskólanum frá apríl - desember árið 2006. Þátttökuathuganir með vettvangsnótum og myndbandsupptökum voru notaðar við gagnaöflunina.

Rannsóknin er byggð á hugmyndafræði fyrirbærafræðinnar þar sem leitast er við að öðlast skilning á daglegu lífi og veruleika þátttakendanna. Niðurstöður verða kynntar sem „sögur“ sagðar af börnunum. „Sögurnar“ segja m.a. frá vinskap barnanna; hvernig þau sýna hvert öðru áhuga og hvernig þau velja sér vini. Jafnframt lýsa þær leik barnanna, bæði í lengri og skemmri tíma og samskiptum barnanna í leiknum.

Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu E-302 í Kennaraháskólanum við Stakkahlíð.

Vefsíða RannUng