Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Umboðsmaður heimsækir Barnaskóla Hjallastefnunnar

Umboðsmaður barna, Margrét María, fór í gær, 20. febrúar, ásamt Eðvaldi Einari starfsmanni á skrifstofu umboðsmanns, í heimsókn til Barnaskóla Hjallastefnunnar. 

Margrét Pála tók þar á móti þeim og leiddi þau um ganga skólans þar sem börn voru við verkefnavinnu og leik.  Umboðsmaður fræddist um starf skólans og sagði sögur af uppvexti sínum í leiðinni sem einmitt má rekja til næsta nágrennis skólans.  Í Barnaskólanum er nú sérstök áhersla lögð á vináttuna og vinna börn verkefni tengd henni.  Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu Hjallastefnunnar (hjalli.is).