Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Málefni hælisleitenda

Mánudaginn 11. febrúar heimsótti umboðsmaður barna og starfsfólk hans Reykjanesbæ þar sem hann kynnti sér aðstöðu og mótttöku hælisleitenda. Flestir hælisleitendur búa í húsinu Fit en einnig er aðstaða fyrir einstaklinga á gistiheimili Hótels Keflavíkur og fyrir fjölskyldur með börn eru leigðar íbúðir í bænum. Reykjanesbær annast umönnun hælisleitenda og sér þeim m.a. fyrir fæði, heilbrigðisþjónustu, ráðgjöf, aðgangi að íþrótta- og sundstöðum, strætisvagnaferðum o.fl. Öll börn sem dvelja í bænum ganga í leikskóla og grunnskóla. Einnig sækja nokkur ungmenni Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Rauði kross Íslands sér um hagsmuna- og réttindagæslu hælisleitenda og aðstoðar þá á ýmsan hátt.

Ennþá hefur ekki komið til þess að einstaklingur sem sannað hefur verið að sé barn án forsjáraðila hafi dvalið í hælisbúðunum en þó hafa dvalið þar einstaklingar sem segjast vera börn og njóta því réttarstöðu barna á meðan mál þeirra eru til rannsóknar og meðferðar. Með tíðari flugferðum og fleiri áfangastöðum má ætla að fjöldi hælisleitenda aukist, þ.á.m. barna. Umboðsmaður mun halda áfram að huga að þessu máli.