Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Málstofur RBF á vorönn

Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd (RBF) og félagsráðgjafarskorar Háskóla Íslands kynna eftirtaldar málstofur sem verða á vorönn 2008. Þema vorsins er: Börn og breytingar í fjölskyldum - forvarnir

Atvinna og umönnun barna í fjölskyldum einstæðra mæðra: Átaksverkefni bresku ríkisstjórnarinnar um samspil fjölskyldulífs og atvinnuþátttöku
(Work and Care in Lone-Mother Families: A Family-work Project)
Fimmtudaginn 24. janúar kl. 20 í Odda stofu 101.
Dr. Jane Millar og Dr. Tess Ridge við University of Bath á Bretlandi.
Sigríður Jónsdóttir skrifstofustjóri rannsókna- og þjónustumats Velferðasviðs Reykjavíkurborgar verður fundarstjóri.

Ungmenni, forvarnir og vímuefni
Þriðjudaginn 12. febrúar kl. 12-13 í Odda stofu 101.
Jóhanna Rósa Arnardóttir forstöðumaður RBF.
Kynntar verða niðurstöður nýrrar rannsóknar um forvarnir, vímuefnaneyslu og aðgengi að fíkniefnum meðal 18-20 ára ungmenna sem RBF vinnur að.

Forvarnir í Reykjanesbæ. Tími til að lifa og njóta
Þriðjudaginn 11. mars kl. 12-13 í Odda stofu 101.
Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri í Reykjanesbæ.
Fjallað verður um það forvarnastarf sem unnið er að í Reykjanesbæ.

Dilemmas around ethnicity in social work
Þriðjudaginn 1. apríl kl. 12-13 í Odda stofu 101.
Dr. Marianne Skytte, dósent við Aalborg Universitet.
Fjallað verður um fjölmenningu og fjölskyldur.

Fjölþátta meðferð (Multisystemic Therapy – MST)
Þriðjudaginn 15. apríl kl. 12- 13 í Odda stofu 101.
Halldór Hauksson hjá Barnaverndarstofu.
Fjallað verður um MST aðferðina sem þróuð hefur verið til að glíma m.a. við hegðunarraskanir unglinga í nærumhverfi barnsins.

Intergenerational relationships
Í maí
Dr. Ulla Björenberg prófessor við Göteborgs universitet
Nánar auglýst síðar.

Annað

Hvernig má efla velferð stjúpfjölskyldna?
Einnig er vakin athygli á málþingi sem haldið er að frumkvæði Félagsráðgjafafélags Íslands og Félags stjúpfjölskyldna í samvinnu við Rannsóknarsetur í barna og fjölskylduvernd og Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Heimili og skóla, kirkjuna, Félagsmálaráðuneytið og Samtökin 78. Málþingið verður haldið þann 22. febrúar nk. í Öskju HÍ frá kl. 14.00 - 18.00.

Nánari upplýsingar eru á www.rbf.is