Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd (RBF) og félagsráðgjafarskorar Háskóla Íslands kynna eftirtaldar málstofur sem verða á vorönn 2008. Þema vorsins er: Börn og breytingar í fjölskyldum - forvarnir
Málþing Sjónarhóls verður haldið þann 7. febrúar n.k. og verður efni málþingsins að þessu sinni “Systkini barna með sérþarfir”. Málþingið er haldið í Gullhömrum, Grafarholti frá kl. 8.30 til 12.30. Á málþinginu er fjallað um upplifun og aðstæður systkina barna með sérþarfir. Erindi flytja systkini og aðrir aðstandendur barna með sérþarfir auk fagfólks.
Næsta málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn 28. janúar kl. 12.15 - 13.15 í Barnaverndarstofu í Höfðaborg. Yfirskriftin er „Samstarf í barnavernd" og fyrirlesari er Anni G. Haugen, félagsráðgjafi og lektor við félagsráðgjafarskor Háskóla Íslands
Siðfræðistofnun stendur fyrir málþingi föstudaginn 4. janúar n.k. um ábyrgð foreldra og fjölskyldulíf. Málþingið hefst kl. 15:00 og verður haldið í Norræna húsinu.