Fréttir
Eldri fréttir: 2007 (Síða 4)
Fyrirsagnalisti
Forsætisráðherra afhendir foreldrum segulspjöld með tíu heilræðum
Forsætisráðherra Geir Haarde afhendir foreldrum og uppalendum barna í leikskólanum Laufásborg (Laufásvegi 53-55) í Reykjavík segulspjald með tíu heilræðum undir yfirskriftinni Verndum bernskuna í dag fimmtudag kl. 16.
Námskeið um systkini fatlaðra og langveikra barna
Don Meyer heldur námskeið um systkini fatlaðra og langveikra barna á vegum Umhyggju í smastarfi við Systkinasmiðjuna, KHÍ, Barnaspítala Hringsins og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Námskeiðið er haldið í Skriðu í KHÍ, föstudaginn 16. nóvember 2007 kl. 9.00-12.30 fyrir fagfólk og kl. 13.00-16.00 fyrir foreldra og aðra aðstandendur.
Málþing um börn og byggingar
Umboðsmaður barna vill vegkja athygli á málþingi á vegum Félags leikskólakennara í samvinnu við Félag leikskólafulltrúa: Hátt til lofts og vítt til veggja? Börn og byggingar.
Virðing og umhyggja. Ákall 21. aldar - Ný bók
Út er komin bókin Virðing og umhyggja. Ákall 21. aldar eftir dr. Sigrúnu Aðalbjarnardóttur prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands.
„Aldrei ofbeldi” sagði Astrid Lindgren. Hver er sjónarhóll barna og ungs fólks? - Málstofa
Miðvikudaginn 14. nóvember nk. mun sænska sendiráðið í samvinnu við félagsráðgjafarskor félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd standa fyrir málstofu í tilefni af 100 ára afmæli Astrid Lindgren. Málstofan verður haldin í stofu 101 Odda kl. 12.15.
Kennslu um kynferðisofbeldi gegn börnum og barnavernd ábótavant í íslenskum háskólum - Úttekt Barnaheilla
Samtökin Barnaheill segja í frétt á vefsíðu sinni, www.barnaheill.is, frá könnun sem þau létu nýlega gera á áherslum í kennslu á háskólastigi fyrir verðandi fagfólk í menntamálum, í félags- og heilbrigðisþjónustu, í dómskerfinu og í löggæslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.
Heimsókn í Öskjuhlíðarskóla
Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, heimsótti nemendur og starfsfólk Öskjuhlíðarskóla á síðasta föstudag, 9. nóvember.
Réttindi barna við skilnað - Ráðstefna
Á sunnudag, 11. nóvember er feðradagurinn. Í tilefni hans stendur Félag um foreldrajafnrétti fyrir ráðstefnu um réttindi barna við skilnað.
Neytendafræðsluleikur fyrir unglinga á Netinu
Talsmaður neytenda segir frá þvi á vefsíðu sinni, að búið sé að gefa út á Netinu nýjan norrænan tölvuleikur sem ætlað er að fræða unglinga um neytendamál.
Síða 4 af 15