Fréttir
Eldri fréttir: 2007 (Síða 2)
Fyrirsagnalisti
Alþjóðlegur dagur fatlaðra
Í dag, 3. desember, er alþjóðlegur dagur fatlaðra. Í tilefni þess mun umboðsmaður barna á Íslandi, Margrét María Sigurðardóttir, nota þessa viku til þess að heimsækja Safamýrarskóla, Öskjuhlíðarskóla, Brúarskóla og Hlíðarskóla. Þrír fyrstu skólarnir eru sérskólar fyrir börn með fötlun en sá síðastnefndi er með sérdeild fyrir börn með fötlun innan skólans.
Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum - menntun fagstétta - Hádegisfundur Barnaheilla
Barnaheill stendur fyrir hádegisfundi 5. desember nk. undir yfirskriftinni Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum - menntun fagstétta.
Nýr starfsmaður
Eðvald Einar Stefánsson hefur hafið störf hjá embætti umboðsmanns barna.
Skýrsla um dóma Mannréttindadómstóls Evrópu, þar sem vísað er til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna o.fl.
Út er komin Skýrsla um dóma Mannréttindadómstóls Evrópu, þar sem vísað er til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna o.fl. Skýrslan er unnin fyrir forsætisráðuneytið af Þórhildi Líndal, lögfræðingi og fv. umboðsmanni barna.
Skólaþing
Skólaþing Alþingis tók formlega til starfa í síðustu viku, 23. nóvember. Skólaþingið er kennsluver Alþingis fyrir efstu bekki grunnskóla og þar fara nemendur í hlutverkaleik og fylgja í stórum dráttum reglum um starfshætti Alþingis.
Fræðslufundur um forvarnir
Samstarfshópurinn Náum áttum stendur fyrir fræðslufundi á morgun, miðvikudaginn 28. nóvember, kl. 8:15-10 á Grand Hótel. Yfirskriftin er Hvert stefnir? Forvarnir á Íslandi.
Heimsókn frá Kína
Nú er að ljúka tveggja daga heimsókn sendinefndar frá UNICEF í Kína og kínverskum stjórnvöldum. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér barnaverndarkerfið á Íslandi og þau úrræði sem standa börnum til boða.
Vefur um lestrarerfiðleika
Hinn 16. nóvember síðastliðinn, opnaði menntamálaráðherra formlega Lesvefinn. Þar er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um læsi og lestrarerfiðleika en hlutverk hans er að miðla þekkingu til foreldra, kennara og nemenda um læsi og lestrarerfiðleika, kennsluaðferðir og nýjungar.
Nýr vefur um netnotkun
Nýr hjálparvefur fyrir almenning um örugga netnotkun, var opnaður á blaðamannafundi sem haldinn var í Póst- og fjarskiptastofnun í dag, 22. nóvember.
Síða 2 af 15