Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Alþjóðlegur dagur fatlaðra

Í dag, 3. desember, er alþjóðlegur dagur fatlaðra. Í tilefni þess mun umboðsmaður barna á Íslandi, Margrét María Sigurðardóttir, nota þessa viku til þess að heimsækja Safamýrarskóla, Öskjuhlíðarskóla, Brúarskóla og Hlíðaskóla. Þrír fyrstu skólarnir eru sérskólar fyrir börn með fötlun en sá síðastnefndi er með sérdeild fyrir börn með fötlun innan skólans.
 
Umboðsmaður barna vill því benda á að við verðum að muna að börn með fötlun eru fyrst og síðast börn, en að auki eru þau fötluð. Þau eiga líkt og önnur börn, sem ekki búa við fötlun,  rétt til að lifa án ofbeldis og rétt til að njóta virðingar og verndar. Við berum því öll skyldur í þessum efnum.