Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Nýtt rit um Barnasáttmálann

Út er komið íslenskt rit um Barnasáttmálann. Það er UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, sem gefur ritið út og er ritstjóri þess Þórhildur Líndal, fyrrverandi umboðsmaður barna.

Ritið nefnist Barnasáttmálinn – Rit um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins með vísun í íslenskt lagaumhverfi og er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Í því er hver grein sáttmálans tekin fyrir í sérstökum kafla; fjallað er almennt um efni greinarinnar en einnig hugað að einstökum efnisatriðum hennar. Að lokum er farið yfir íslensk lög og lagaframkvæmd sem greininni tengjast. Er ritið ætlað bæði leikum og lærðum og ætti m.a. að gagnast við skipulega fræðslu um efni og markmið Barnasáttmálans.

Hægt er að panta ritið hjá UNICEF í síma 562 6262 eða unicef@unicef.is. Verð: 3950 kr.