Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Neytendafræðsluleikur fyrir unglinga á Netinu

Talsmaður neytenda segir frá því á vefsíðu sinni, að búið sé að gefa út á Netinu nýjan norrænan tölvuleikur sem ætlað er að fræða unglinga um neytendamál. Norræna ráðherranefndin styrkti gerð leiksins og talsmaður neytenda hefur stuðlað að íslensku útgáfunni.

Galactor er gagnvirkur tölvuleikur - hannaður sem neytendafræðsla, fyrst og fremst fyrir unglinga en í stíl við glæpasögu. Með því að taka afstöðu til vandamála úr hversdagslífinu getur leikmaðurinn fengið ábendingar um hættur sem ný tækni getur haft í för með sér og fræðst í leiðinni um réttindi neytenda. Hann getur svo metið eigin ákvarðanir með því að safna stigum. Leikurinn er til á íslensku, dönsku, norsku, finnsku, sænsku og ensku á www.galactor.org.