Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Staða sérfræðings laus til umsóknar

Embætti umboðsmanns barna auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings. Umboðsmaður barna starfar eftir lögum nr. 83/1994.
 
Helstu verkefni:
  • Svörun erinda sem embættinu berast.
  • Upplýsingar og ráðgjöf varðandi málefni barna, sérstaklega á sviði skólamála og vegna félagslegra úrræða ríkis og sveitarfélaga.
  • Samskipti við einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og opinberar stofnanir.
  • Ýmis önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Mjög góð íslenskukunnátta er skilyrði svo og hæfni í að koma frá sér texta í ræðu og riti.Færni í Norðurlandamáli og ensku.
  • Áhersla er lögð á skipulögð vinnubrögð, frumkvæði, faglegan metnað, getu til að vinna undir álagi og hæfni í mannlegum samskiptum.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og aðildarfélaga BHM. Starfið er laust. Karlar og konur eru hvött til að sækja um.
 
Umsóknum skal skila eigi síðar en 18. október n.k. til umboðsmanns barna, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
 
Nánari upplýsingar veitir umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, í síma 552 8999.