Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Snemmtæk íhlutun í leikskóla - Málþing

Snemmtæk íhlutun í leikskóla er yfirskrift málþings sem þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis standa fyrir föstudaginn 12. október í Kennaraháskóla Íslands. Á málþinginu verður fjallað um hugmyndafræði, framkvæmd, gæðaviðmið þjónustu og reynslu leikskóla af snemmtækri íhlutun.

Snemmtæk íhlutun, sem oftast er skilgreind sem "þjónusta við börn á aldrinum 0-6 ára sem hefur það að markmiði að koma í veg fyrir eða draga úr áhrifum þroskavandamála barna" er áhersluþáttur í stefnukorti Leikskólasviðs um verklag í sérkennslu og jafnframt hluti af 10 ára framtíðarsýn í stefnu Reykjavíkurborgar í menntamálum.

Dagskrá

 • 13:00  Setning
 • 13:05  Hvað er snemmtæk íhlutun? Dr. Tryggvi Sigurðsson, sérfræðingur í fötlunum barna og sviðstjóri þroskahömlunarsviðs Greiningar og ráðgjafarstöðvar ríkisins
 • 13:35  Er ekki kominn tími til að tengja? - Hugleiðingar um framkvæmd snemmtækrar íhlutunarJóna Guðbjörg Ingólfsdóttir, aðjúnkt við Kennaraháskóla íslands og sérkennsluráðgjafi á þjónustumiðstöð Vesturbæjar 
 • 14:05  Snemmtæk íhlutun í leikskólanum Múlaborg
  Rebekka Jónsdóttir, leikskólastjóri og Brynhildur Guðmundsdóttir, sérkennslustjóri
 • 14:25  Kaffi
 • 14:40  EISAS matslistinn – mat á gæðum snemmtækrar íhlutunar
  Helgi Hjartarson, deildarstjóri á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis 
 • 15.00  Vinnubrögð til að fyrirbyggja og takast á við erfiða hegðun
  Dr. Anna Lind Pétursdóttir, sálfræðingur og verkefnisstjóri á Leikskólasviði Reykjavíkur
 • 15:35  PBS í leikskólanum Suðurborg
  Hulda Magnúsdóttir, Bergey Hafþórsdóttir og Siggerður Á. Sigurðardóttir sérkennslustjóri- Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis er þekkingarstöð um málefni fatlaðra. 

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið helgi.hjartarson@reykjavik.is eða orri.smarason@reykjavik.is