Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Norðurland heimsótt

Mánudaginn 1. október og þriðjudaginn 2. október mun umboðsmaður barna, Margrét María, heimsækja Norðurland. Umboðsmaður ætlar að sitja fund skólanefndar Akureyrarbæjar og heimsækja meðferðarheimilin Árbót og Berg í Aðaldal í S – Þingeyjarsýslu. Svo mun umboðsmaður heimsækja Oddeyrarskóla og leikskólann Iðavelli á Akureyri og halda erindi á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri.

Tilgangurinn með þessum heimsóknum er að kynna sér starfið sem fram fer á þessum stofnunum. Umboðsmaður vill gjarnan heyra hvað börnunum liggur á hjarta og hvað þeim finnst um skólastarfið og aðrar aðstæður sínar. Einnig vill umboðsmaður kynna störf sín bæði fyrir börnunum og starfsfólki stofnananna.