Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Flottir krakkar norðan heiða

Heimsókn umboðsmanns barna, Margrétar Maríu, til Akureyrar og nágrennis var mjög vel heppnuð í alla staði. Margrét kynnti sér störf ýmissa aðila sem vinna með börnum auk þess sem hún kynnti embættið sem vonandi verður til þess að landsbyggðin nýti sér þjónustu þess meira en verið hefur. Margrét hitti fullt af flottum krökkum fyrir norðan og vonast hún eftir að fá að heyra meira frá þeim í framtíðinni. Meðfylgjandi eru myndir frá heimsóknunum í Oddeyrarskóla og leikskólann Iðavelli. Umboðsmaður þakkar frábærar móttökur og ánægjuleg kynni.

1703674 Odderyrarskoli 1   1703677 Oddeyrarskoli 2   1703680 Oddeyrarskoli 3   1703683 Idavellir 1   1703686 Idavellir 2