Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur voru stofnuð sl. laugardag, 15. september, af Velferðarsjóði barna. Að lokinni frumsýningu á Óvitum hjá Leikfélagi Akureyrar steig Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, á svið og tilkynnti um stofnun verðlaunanna.

Fyrsta viðurkenningin úr sjóðnum fer til Guðrúnar sjálfrar. Til stendur að veita viðurkenningu árlega til höfundar sem þykir hafa skarað fram úr í barnabókmenntum.

Guðrún Helgadóttir er flestum Íslendingum kunnug fyrir stórkostlegt framlag sitt til barnamenningar. Hún hefur í gegnum skáldsögur sínar og leikrit skemmt börnum á öllum aldri og vakið til umhugsunar auk þess sem hún hefur veitt hinum fullorðnu innsýn í veröld barna fyrr og nú. Umboðsmaður barna óskar Guðrúnu innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.