Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Umboðsmaður á fundi í Barcelona

Árlegur fundur umboðsmanna barna í Evrópu var haldinn í Barcelona á Spáni í síðustu viku. Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, sótti fundinn ásamt starfsmanni embættisins Sigríði Önnu Ellerup. Helsta umræðuefni fundarins var fötluð börn og hinn nýji sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra.

Sjá nánar

Aukaefni og ofvirkni barna

Umhverfisstofnun hefur birt umfjöllun um niðurstöður rannsókna sem háskólinn í Southampton vann í samráði við bresku matvælastofnunina um tengsl aukaefna í matvælum við ofvirkni. 

Sjá nánar

Námsdagar um foreldra í vanda og vanrækt börn

Þerapeia ehf. í samvinnu við Landlæknisembættið stendur fyrir námsdögum dagana 27. og 28. september nk. um foreldra í vímuefnavanda og vanrækt börn. Ráðstefnan fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu og stendur kl. 9:15-16:00 báða dagana.

Sjá nánar

Heimili og skóli 15 ára

Umboðsmaður barna og starfsfólk hans óska Heimili og skóla - landssamtökum foreldra innilega til hamingju með 15 ára afmælið og þakka gott samstarf á liðnum árum.

Sjá nánar

Útivistartími barna

Reglur um útivistartíma barna og unglinga breytast í dag, 1. september, þannig að útivistartíminn styttist um tvær klukkustundir.

Sjá nánar