Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Reynslusögur barna úr barnavernd - Opinn fyrirlestur

Barnaverndarstofa og Rannsóknasetur í barna og fjölskylduvernd bjóða til opins fyrirlesturs með Reidun Follesø.

Fyrirlestur verður haldinn mánudaginn 11. júní kl. 11.00 - 12.00 á Barnaverndarstofu. 

Yfirskrift fyrirlestursins er Reynslusögur barna úr barnavernd. Barnavernd frá sjónarhóli barna

Reidun Follesö er kennari við háskólann í Bodø þar sem hún kennir barnavernd og félagsráðgjöf. Hún hefur í áraraðir verið upptekin af  "þátttöku notenda" í barnavernd og doktorsritgerð hennar fjallaði um það efni - Bruker eller brukt?  Ritgerðin fjallar m.a. um hvaða hlutverki Landssamband barnaverndarbarna hefur gegnt í norsku barnaverndarstarfi. Reidun Follesø ritstýrði bókinni "Sammen om barnevernd - enestående fortellinger - eller utfordringer" þar sem hópur "barnaverndarbarna" sem hafa verið í fóstri eða á meðferðarheimili segja frá reynslu sinni. Aðrir sem koma að gerð bókarinnar eru Vigdis Bunkholdt, sálfræðingur og sérfræðingur í fósturmálum, Erik Larsen, sálfræðingur og prófessor við háskólann í Sör Trönderlag og Jan Storö lektor við háskólann í Oslo ásamt Landssambandi barnaverndarbarna.

Allir velkomnir