Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Listviðburður fyrir alla

Sýning franska götuleikhússins Royal de Luxe fer fram í miðborg Reykjavíkur dagana 10. til 12. maí. Föstudaginn 11. maí fór 8 metra há risafígúra, Risessan, á flakk um götur borgarinnar við mikla hrifningu vegfarenda. Segja má að þessa daga verði miðborgin eitt stórt leiksvið þar sem Risessan hugljúfa og faðir hennar risinn takast á.

Börnin létu sig ekki vanta í miðborgina í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Aðstandendur Listahátíðar eiga hrós skilið fyrir að gera menningu sem höfðar jafnt til barna og fullorðinna svo hátt undir höfði og færa með þessum hætti listir og menningu út til fólksins.