Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Háskóli unga fólksins

Háskóli Íslands heldur sumarskóla handa 12-16 ára börnum og unglingum. Sumarskólinn heitir Háskóli unga fólksins og verður vikuna 11.-15. júní 2007. Kennt er kl. 9.00 til 15.00, en nemendur geta dvalið áfram við leiki fram til kl.16.00. Léttur hádegisverður er innifalinn í skráningargjaldinu sem er 13.500 kr.

Sá sem sækir Háskóla unga fólksins getur valið sér 6 námskeið og einn þemadag. Mánudag og þriðjudag eru fyrstu þrjú námskeiðin kennd, miðvikudagur er þemadagur og fimmtudag og föstudag eru þrjú seinni námskeiðin kennd. Í námskeiðum verður skipt í aldurshópa, árganga 1991-93 annars vegar og 1994-95 hins vegar. Í boði eru 30 námskeið og 8 þemadagar af fjölmörgum fræðasviðum Háskóla Íslands.

Skráning er hafin á heimasíðu Háskóla unga fólksins og þar er hægt að nálgast upplýsingar um námskeiðin.