Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Börn og vanræksla - Ráðstefna að ári

Norræna félagið gegn illri meðferð á börnum stendur fyrir fimmtu ráðstefnu sinni á Hótel Nordica 18.-21. maí 2008.

Markmið félagsins er að standa fyrir og styðja norrænt samstarf og skoðanaskipti þeirra margvíslegu faghópa sem vinna með börn og koma að barnavernd með einhverjum hætti.

Þema ráðstefnunnar verður Börn og vanræksla: Þarfir - skyldur - ábyrgð.  Ætlunin er að höfða til sérfræðinga á sem flestum sviðum þar sem unnið er með þarfir, hagsmuni og réttindi barna. Á ráðstefnunni verður athygli beint að vanrækslu barna í víðum skilningi, af hálfu foreldra, sérfræðinga og samfélagsins.