Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Umboðsmaður leigir listaverk eftir börn

Síðastliðin 10 ár hefur umboðsmaður barna skreytt veggi skrifstofu embættisins með myndlist eftir börn sem tekið hafa þátt í listasmiðjunni Gagn og gaman í Gerðubergi.
 
Föstudaginn 26. janúar kl. 15 munu Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna og Elísabet Þórisdóttir, framkvæmastjóri menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs undirrita fyrsta formlega samninginn um leigu á listaverkum sem börn hafa unnið í listasmiðjunni Gagn og gaman. Verkin sem um ræðir eru úr ýmsum myndaseríum sem unnar hafa verið á árunum 1988-2004.
 
Á næstunni verða listaverkin birt hér á heimasíðu umboðsmanns barna, www.barn.is