Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Er Veraldarvefurinn völundarhús? - Ráðstefna

SAFT, Síminn, Microsoft, SMÁÍS og Samtónn boða til ráðstefnu um skynsama notkun og örugg samskipti á Netinu á Alþjóðlega netöryggisdaginn þann 6. febrúar nk.  Ráðstefnan ber heitið Er Veraldarvefurinn völundarhús? og fer hún fram í húsi Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, 101 R, kl. 15:00 - 17: 25

Meðal markmiða ráðstefnunnar er að vekja umræður og umhugsun um Netið sem opinberan vettvang og gagnvirkan fjölmiðil, nauðsyn þess að almennt siðferði og umgengnisreglur færist yfir á þennan miðil og að samfélagið og stjórnvöld bregðist við gjörbreyttum aðstæðum í upplýsingasamfélaginu.

Dagskrá ráðstefnunnar

Fundarstjórn: Hallgrímur Kristinsson aðstoðarframkvæmdarstjóri hjá Samtökum bandaríska kvikmyndaframleiðanda.

15:00 Setning ráðstefnunnar - Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
15:05 Lagaframkvæmd af hálfu ISP aðila - Eiríkur Tómasson, lagaprófessor
15:15 Samfélagsleg ábyrgð fjarskiptafyrirtækja - Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans
15.25 Fighting music piracy - John Kennedy, framkvæmdarstjóri International Federation of Phonograpich Industry
15:50 Kaffi
16:10 Understanding Youth and Family: Global Trends Today, Anna Kirah, mann- og sálfræðingur, yfirrannsóknarhönnuður hjá  Microsoft
16:55 Samantekt og pallborðsumræður 
          María Kristín Gylfadóttir, Formaður Heimilis og skóla 
          Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Tónlist.is 
          Gísli Rafn Ólafsson frá Microsoft á Íslandi 
          Brynjar Björn Ingvarsson, nemandi við Flensborgarskóla  
          Umræðum stýrir: Hallgrímur Kristinsson
17:25  Ráðstefnuslit

Boðið uppá léttar veitingar 

SAFT, vakningarverkefni Heimilis og skóla um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga á Netinu og tengdum miðlum, hefur á síðustu árum staðið fyrir viðburðum á Alþjóðlega netöryggisdaginn, sem nú er haldinn í fjórða sinn. Í ár taka um 40 lönd um allan heim þátt í deginum. 

Ráðstefnan verður send út á Netinu á www.saft.is.  Hægt er að skrá þátttöku á saft@saft.is og í síma: 562-7475.