Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Heimsókn í Reykjanesbæ

Umboðsmaður barna heimsótti í gær, 30. október,  Reykjanesbæ ásamt starfsfólki sínu til þess að kynna sér þjónustu við börn og ungmenni í bæjarfélaginu.

Starfsfólk Manngildissviðs Reykjanesbæjar sem er fræðslusvið, fjölskyldu- og félagsþjónusta og menningar-, íþrótta- og tómstundasvið, kynnti þjónustu bæjarfélagsins í málaflokknum og ýmis verkefni s.s. SOS- hjálp fyrir foreldra, jákvæða barnavernd og verkefni nýs forvarnarfulltrúa Heru Óskar Einarsdóttur.  Þar á eftir var leikskólinn Tjarnarsel heimsóttur.

Heimsóknin var afar vel heppnuð og þakkar umboðsmaður starfsfólki Reykjanesbæjar góðar móttökur.  Greinilegt er að í Reykjanesbæ er lögð rík áhersla á að tryggja börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra sem vænlegust skilyrði.

www.reykjanesbaer.is