Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Aðgerðir í þágu barna með geðraskanir

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur kynnt umfangsmiklar aðgerðir til að bæta þjónustu við börn og ungmenni með geðraskanir.  Aðgerðirnar og áherslur ráðherra byggjast á skýrslum hérlendra sérfræðinga sem undanfarið hafa verið teknar saman um geðheilbrigðisþjónustu við aldurshópana sem hér um ræðir.  Aðgerðaáætlunin byggir einnig á skýrslu sænsku sérfræðinganna Anders Milton, B.Sc., MD, Ph.D. og David Eberhard, MD, Ph.D. sem ráðuneytið fól að gera úttekt á geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni.   Auk þess er byggt á niðurstöðum viðræðna við aðstandendur og fagfólk á þessu sviði.

Sjá nánar í frétt á síðu heilbrigðisráðuneytisins 21.09.2006.

Þess má geta að í ársskýrslu umboðsmanns barna fyrir árið 2005 er sérstaklega fjallað um langveik börn og börn með hegðunar- og geðraskanir og sagt frá helstu niðurstöðum þriggja innlendra skýrslna um þessi málefni sem kynntar voru á árinu 2005.  Í skýrslunni segir:

Að mati umboðsmanns barna er afar brýnt að tekið verði á málefnum barna með hegðunar- og geðraskanir af festu.  Tímabært er að hefjast handa um aðgerðir til að taka á þeim vanda, sem fyrir hendi er og skilgreindur hefur verið í framangreindum skýrslum.  Nú er kominn tími til að framkvæma.

Þann 18 október átti umboðsmaður barna fund með heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra þar sem m.a. var rætt um málefni langveikra barna og  barna með hegðunar- og geðraskanir.