Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Jöfn framtíð fyrir stelpur og stráka

Félagsmálaráðherra hefur opnað nýja heimasíðu fyrir ungmenni foreldra, kennara og námsráðgjafa.  Síðan ber heitið "Jöfn framtíð fyrir stelpur og stráka".  Síðunni er æltað að stuðla að stuðla að fræðslu um jafnréttismál og auðvelda ungmennum að velja sér nám og starf í samræmi við raunverulegan áhuga fremur en á grundvelli kyns.

Í fréttatilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir:

Ýmsar rannsóknir benda til að kynskiptur vinnumarkaður skýri stóra hluta af ójafnri stöðu kynjanna.  Segja má að kynbundið náms- og starfsval sé samfélagslegt  vandamál þar sem það hindri bestu nýtingu mannauðsins og dragi úr  sveigjanleika vinnumarkaðarins. Kynbundið náms- og starfsval er einnig  einstaklingsbundið vandamál þar sem það takmarkar valmöguleika einstaklinga og  hindrar þá í að takast á við nám og starf sem þeir hafa áhuga á.   Oft er það svo að menn einfaldlega íhuga ekki alla þá möguleika sem eru fyrir hendi og að nokkrir séu  fyrirfram útilokaðir af því þeir séu ekki taldir hæfa viðkomandi kyni. Þessari síðu er  ætlað að vera liður í viðleitni til að opna dyr og fjarlægja  þröskulda í þessu efni og stuðla að auknu jafnrétti í nútíð og framtíð.

Slóðin er http://jafnretti.felagsmalaraduneyti.is