Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Forvarnarhús opnað

Í dag, 23. júní, opnaði Sjóvá Forvarnarhúsið í Kringlunni 3.  Markmið þess er að sinna forvörnum fyrir fjölskylduna allan sólarhringinn og verður fyrsta þema hússins "Öryggi fjölskyldunnar á ferðalagi".  Forstöðumaður Forvarnarhússins er Herdís Storgaard sem áður var hjá Árvekni - slysavörnum barna í Lýðheilsustöð.  Á vefsíðu Forvarnarhússins er að finna gagnlegar upplýsingar um öryggismál varðandi heimilið að utan, heimilið að innan, frítímann, umferðina og vinnuna.  Umboðsmaður barna fagnar þessu framtaki sem eflaust mun gagnast barnafjölskyldum.