Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Málþing um barnaklám á Netinu

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á áhugaverðu málþingi Stöðvum barnaklám á Netinu sem Barnaheill stendur fyrir um lagalegar og tæknilegar hliðar Netsins.  Málþingið verður haldið fimmtudaginn 26. janúar nk. í Salnum í Kópavogi kl. 8:30–16:05.  Markmiðið er að varpa ljósi á þau lagaákvæði sem nú þegar eru í gildi um ólöglegt efni á Netinu og koma með hugmyndir um hvernig færa megi löggjöfina til betri vegar. Jafnframt er ætlunin að upplýsa um þau vandamál sem upp geta komið vegna tæknilegra möguleika tölvunnar og ræða hvernig brúa megi bilið milli laga og tækni.

Sjá nánar hér á vef Barnaheilla