Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Jólakveðja

Umboðsmaður barna og starfsfólk embættisins senda öllum börnum og fjölskyldum þeirra sem og samstarfsaðilum embættisins  bestu óskir um hamingjuríka jólahátíð og heillaríkt komandi ár.

Sjá nánar

Sáttmáli um réttindi fatlaðra

í gær samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna nýjan alþjóðasamning um réttindi fatlaðs fólks.  Þessi mannréttindasáttmáli markar tímamót í réttindabaráttu þeirra 650 milljóna manna sem búa við fötlun í heiminum.

Sjá nánar

Gagnlegur fundur

Fundur allra starfsmanna embætta umboðsmanna barna á Norðurlöndum sem haldinn var í síðustu viku heppnaðist í alla staði vel.

Sjá nánar

Opið málþing um nýju grunnskólalögin

Í tengslum við yfirstandandi endurskoðun grunnskólalaga stendur menntamálaráðuneytið fyrir málþingi um framtíðarsýn í málefnum grunnskólans og ný grunnskólalög laugardaginn 25. nóvember kl. 9:30-13:00. 

Sjá nánar

Morgunmatur tengist einkunnum

Nemendur sem borða ekki morgunmat fá lélegri einkunnir og eiga frekar á hættu að upplifa sálræn vandamál en þeir sem borða morgunmat.  Þetta er niðurstaða rannsóknar sem greint er frá á Forskning.no.

Sjá nánar

Heimsókn í Reykjanesbæ

Umboðsmaður barna heimsótti í gær, 30. október,  Reykjanesbæ ásamt starfsfólki sínu til þess að kynna sér þjónustu við börn og ungmenni í bæjarfélaginu.

Sjá nánar

Aðgerðir í þágu barna með geðraskanir

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur kynnt umfangsmiklar aðgerðir til að bæta þjónustu við börn og ungmenni með geðraskanir. Aðgerðirnar og áherslur ráðherra byggjast á skýrslum hérlendra sérfræðinga sem undanfarið hafa verið teknar saman um geðheilbrigðisþjónustu við aldurshópana sem hér um ræðir.

Sjá nánar

Raddir fatlaðra barna

Raddir fatlaðra barna – Málþing á vegum Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum verður haldið í Norræna húsinu, 3. nóvember kl. 14-17.  Málþingið er opið öllum og án endurgjalds.

Sjá nánar

Dagur náms- og starfsráðgjafar

Í tilefni af Degi náms- og starfsráðgjafar mun Félag náms- og starfsráðgjafa standa fyrir málþingi í Norræna Húsinu í Reykjavík 20. október kl. 13-17.

Sjá nánar

Teygjuhlé - tölvuforrit

Á vefsíðu Lýðheilsustöðvar er nú hægt að sækja tölvuforritið Teygjuhlé fyrir börn og unglinga sem minnir fólk á að taka sér reglulega hlé frá tölvuvinnu og teygja úr sér.

Sjá nánar

Auglýst eftir ábendingum vegna heildarendurskoðunar grunnskólalaga

Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir athugasemdum og ábendingum frá almenningi þar sem fólki gefst kostur á að koma á framfæri skoðunum sínum á því hvaða meginsjónarmið ætti að hafa að leiðarljósi við endurskoðun grunnskólalaga og hver framtíðarsýn eigi að vera í málefnum grunnskólans.

Sjá nánar

Nýr starfsmaður

Guðrún Þorbjörg Björnsdóttir náms- og starfsráðgjafi hefur verið ráðin til embættis umboðsmanns barna til áramóta.

Sjá nánar

Sumarlokun

Skrifstofa umboðsmanns barna verður lokuð frá mánudeginum 31. júlí til og með föstudeginum 4. ágúst vegna sumarleyfa.

Sjá nánar

Mega börn gæta barna?

Umboðsmaður barna  mælir með að foreldrar leyfi börnunum að njóta æskunnar - í öruggum höndum þeirra sem valda því að gæta þeirra.

Sjá nánar

Forvarnarhús opnað

Í dag, 23. júní, opnaði Sjóvá Forvarnarhúsið í Kringlunni 3. Markmið þess er að sinna forvörnum fyrir fjölskylduna allan sólarhringinn.

Sjá nánar

Reglur um vinnu ungmenna kynntar

Umboðsmaður barna, Vinnueftirlitið og Vinnumálastofnun hafa sent stjórnendum fyrirtækja sem hafa ungt fólk í vinnu bréf þar sem kynntar eru þær reglur sem gilda um vinnu barna og unglinga.

Sjá nánar

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2006 hlutu Ingibjörg Einarsdóttir og Baldur Sigurðsson fyrir frumkvöðlastarf og óeigingjarna vinnu í þágu Stóru upplestrarkeppninnar.

Sjá nánar

Háskóli unga fólksins

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á góðu framtaki Háskóla Íslands; Háskóla unga fólksins.  Í eina viku í júnímánuði, dagana 12.-16. júní 2006, verður Háskóla Íslands breytt í Háskóla unga fólksins.

Sjá nánar

Ráðstefna um kynferðisofbeldi gegn börnum

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnu sem Blátt áfram heldur 4. maí n.k. í samstarfi við Barnaverndarstofu.  Á ráðstefnunni munu ýmsir sérfræðingar halda erindi, m.a. Robert E. Longo, MRC, LPC frá Barnaríkjunum.

Sjá nánar

Fæðingar og frjósemi árið 2005

Árið 2005 fæddust  4.280 börn hér á landi, 2.183 drengir og 2.097 stúlkur.  Árið 2005 var fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu 2,05 og er meðalaldur frumbyrja nú 26 ár.

Sjá nánar

Meðferð kynferðisbrotamála á rannsóknarstigi

Hinn 6. febrúar sl. sendu umboðsmaður barna og Barnaverndarstofa bréf til dómsmálaráðherra þar sem skorað er á hann að gerð verði úttekt á reynslunni af breytingum á lögum nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála eins og þeim var breytt með lögum nr. 36/1999. 

Sjá nánar

Börn og auglýsingar - málþing

Á öskudaginn 1. mars nk. ætlar umboðsmaður barna, talsmaður neytenda og Heimili og skóli að standa fyrir málþingi sem ber yfirskiftina Börn og auglýsingar - er vilji til að setja frekari mörk við markaðssókn sem beinist að börnum?

Sjá nánar

Málþing um barnaklám á Netinu

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á áhugaverðu málþingi Stöðvum barnaklám á Netinu sem Barnaheill stendur fyrir um lagalegar og tæknilegar hliðar Netsins.

Sjá nánar

Að eignast systkin

Miðstöð heilsuverndar barna hefur gefið út bæklinginn "Að eignast systkin.  Minnispunktar fyrir foreldra og aðra uppalendur".

Sjá nánar

Börn í innkaupakerrum

Niðurstöður rannsóknar á heima- og frítímaslysum barna á aldrinum 0-4 ára sem komið höfðu á slysadeildina árið 2003 sýna að 5% barnanna, tæplega 80 börn, höfðu slasast í verslunum.  Einna alvarlegustu slysin sem verða í verslunum eru fallslys og þá flest vegna falls úr innkaupakerrum. Sum þessara slysa eru mjög alvarleg...

Sjá nánar

Aukið sjónvarpsáhorf barna

Sjónvarpsnotkun hefur færst mjög í aukana með fjölgun tækja og hinni miklu fjölgun sjónvarpsrása sem Íslendingar hafa orðið vitni að. 

Sjá nánar

Ný rannsókn: Ofbeldisfullir tölvuleikir leiða til árásargirni

<P align="justify">Ofbeldisfullir tölvuleikir kunna að valda því að fólk sem leikur þá verður árásargjarnara en ella, að því er fram kemur í niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að þeir sem leika slíka leiki eru líklegri en aðrir til að vera árásargjarnir, en því hefur verið haldið...

Sjá nánar