Frásagnir barna - fjölskylda og vinir

Í frásögnum barnanna var áberandi að þau söknuðu þess að geta leikið við alla vini sína eins og venjulega. Mörgum fannst erfitt að geta ekki heimsótt afa sinn og ömmu og hlökkuðu til að mega knúsa þau. Þá kom fram að foreldrar hafi verið óvenju mikið á fundum en aðrir foreldrar unnið minna en vanalega.

Efni frá börnum

Um fjölskyldu og vini

Þetta höfðu börn að segja um hvaða áhrif kórónuveiran hafði á samskipti þeirra við fjölskyldu og vini. 

  • Svo var afmæli ömmu minnar og það var leiðinlegt að geta ekki knúsað hana. 

  • mamma mín reyndi að láta mig vera heima allan tíman sem við vorum eg byrjaði að vera pirraður um hversu leiðilegt þetta var hún og pabbi þurftu að vinna og hver veit kannski gátu þau fengið veiruna, þá byrjaði að þakka fyrir það sem eg hef og það að allir i fjölskyldunni minni eru allir góðir,eg þarf að segja mér fannst veiran breyta lífnu mínu á betra, mér finnst lika eg komast nær mömmu og pabba við byrjuðum að koma nær hvor öðrum mér líður að það gerði mikið fyrir mig samt liður mér illa fyrir fólk sem misstu einnhvern i fjölskyldunni.

  • Mamma mín hún vinnur minna og við eigum ekki jafn mikla peninga og áður en við eigum nóg fyrir húsinu og mat en ekki nýju dóti sem við þurfum ekki ég er mjög glöð að við eigum ennþá eitthvað.

  • Það var mjög langt síðan við fjölskyldan mín fórum í sveitina mína til ömmu og afa. Við fórum síðast í nóvember og komumst þá ekki út af veðri og síðan kom kórónaveiran. Við ætluðum að fara í sveitina um páskana en það var verið að hvetja fólk til að vera ekkert að ferðast svo við fórum ekki. Við komumst svo þegar samkomubannið var búið og við vorum þar yfir helgi.

  • Mamma og pabbi voru mikið að vinna heima og voru óvenju mikið á fundum.

  • Litla frænka mín átti líka afmæli og það var leiðinlegt að hún gæti ekki haft veislu. Enn hún mátti velja eina vínkonu til að bjóða í köku og bróðir hennar líka og bróðir hennar validi mig“


dagbókarfærsla 

dagbókarfærsla

dagbókarfærsla


Næsti kafli - tómstundir. Til baka


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica