Upplýsingar um bið eftir þjónustu
Umboðsmaður barna starfar samkvæmt lögum um umboðsmann barna nr. 83/1994 og hefur það hlutverk að standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi barna. Liður í því er að afla og miðla gögnum og upplýsingum um aðstæður barna og stöðu tiltekinna hópa barna hverju sinni í samvinnu við ýmsa aðila.
- Þessar tölur sína stöðuna eins og hún var í lok árs 2021, nýrri upplýsingar má finna hér.
Í árslok 2021 kallaði umboðsmaður barna eftir upplýsingum um fjölda barna sem bíða eftir þjónustu hjá neðangreindum aðilum. Embættið mun í framhaldinu kalla eftir slíkum upplýsingum með reglulegum hætti og birta hér til að gefa raunhæfa mynd af stöðunni hverju sinni.
Bið eftir þjónustu
Barna- og fjölskyldustofa (áður barnaverndarstofa)
Des. 2021 | Fjöldi barna | Meðalbiðtími (dagar) |
Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði |
---|---|---|---|
Stuðlar, meðferðardeild | 7 | 49,25 | 1 |
Stuðlar, neyðarvistun | 0 | 0 | 0 |
Lækjarbakki, langtímameðferð | 1 | 33,8 | 0 |
Styrkt fóstur* | 7 | 40,63 | 1 |
MST** | 13 | 76 | 11 |
SÓK | 4 | 33,4 | 0 |
* ATH ekki er um eiginlega biðlista að ræða í styrktu fóstri. Ferlið fer þannig fram að sótt er um styrkt fóstur og þá hefst vinna við að finna fósturforeldra sem henta þörfum barnsins.
** Í MST starfa þrjú teymi með fjórum meðferðaraðilum hvert. Teymin geta haft um 48-60 mál í meðferð hverju sinni fyrir utan sumarleyfistímann. Umsóknir sem koma inn að vori gætu þ.a.l. þurft að bíða lengur. Meðal biðtími í MST úrræðið getur verið 3 - 5 mánuðir. Biðtími í málum sem byrjuðu í meðferð á tímabilinu 1. júní til 31. desember 2022.
Barnahús
Des. 2021 | Fjöldi barna | Meðalbiðtími (dagar) |
Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði |
---|---|---|---|
Skýrslutaka | 0 | 0 | 0 |
Könnunarviðtal* | - | 1-14 | 0 |
Meðferð** | 38 | - | - |
Flokkur 1 | 23 | 49 | 1 |
Flokkur 2 | 13 | 67 | 4 |
Flokkur 3 | 2 | 202 | 2 |
* Í könnunarviðtali er í mesta lagi 2ja vikna bið (nánari upplýsingar liggja ekki fyrir).
** Brotin eru flokkuð eftir alvarleika, frá 1-3 þar sem stysta biðin er í flokki 1.
Tölur miðast við 31. desember 2021
Börnum er úthlutaður mánuður í meðferð, ekki liggja fyrir upplýsingar um nákvæma dagsetningu upphafs meðferðar og því miða tölurnar við 15. hvers mánaðar til að reikna meðalbiðtíma.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Ekki er hægt að kalla fram upplýsingar úr gagnagrunni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um hversu lengi börn sem eru sakborningar eða brotaþolar bíða eftir fyrsta viðtali en vonir standa til að það verði hægt innan tíðar. Upplýsingar í töflunni sýna því fjölda barna sem eru með stöðu sakbornings eða brotaþola í kynferðisbrota- og ofbeldismálum eftir árum.
Sakborningar - ólögráða*
Des. 2021 | 2015 | 2016 | 2017 | 2018 | 2019 | 2020 | 2021** |
---|---|---|---|---|---|---|---|
Kynferðisbrot | 7 | 14 | 14 | 16 | 18 | 19 | 17 |
Ofbeldisbrot | 71 | 74 | 96 | 99 | 94 | 101 | 114 |
Brotaþolar - ólögráða*
Des. 2021 | 2015 | 2016 | 2017 | 2018 | 2019 | 2020 | 2021** |
---|---|---|---|---|---|---|---|
Kynferðisbrot | 67 | 72 | 46 | 53 | 89 | 59 | 118 |
Ofbeldisbrot | 114 | 90 | 104 | 91 | 100 | 98 | 129 |
* Ólögráða, þ.e. börn yngri en 18 ára við stofnun máls.
** Það sem af er ári, tölur unnar á bilinu 20. - 22. desember.
Geðheilsumiðstöð barna (áður Þroska- og hegðunarstöð)
Des.2021 | Fjöldi barna |
Meðalbiðtími, mánuðir | Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði |
---|---|---|---|
6 - 18 ára sem bíða eftir greiningu | 738 | (12 - 14) | 544 |
Nýjar tölur unnar í desember 2021
*Bið eftir ADHD greiningun. Bið eftir einhverfugreiningu er 22 - 24 mánuðir.
Ráðgjafar- og greiningarstöð
Des. 2021 | Fjöldi barna á bið eftir þverfaglegri greiningu | Meðalbiðtími (mánuðir) |
Fjöldi barna á bið eftir fyrstu aðkomu ráðgjafa |
Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði |
---|---|---|---|---|
Yngri barna-svið | 226 | 19 | 53 | 220 |
Eldri barna-svið | 100 | 12-14 | - | 100 |
Barna- og unglingageðdeild LSH
Fjöldi barna | Meðalbiðtími - mánuðir |
Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði | |
---|---|---|---|
Göngudeild A og B teymi | 77 | 7,7 | 59 |
Transteymi BUGL | 39 | 11,1 | 27 |
Átröskunarteymi BUGL | 17 | 5,3 | 9 |
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Mál er varða hag barna, barn ekki aðili máls.
Á fjölskyldusviði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu (SMH) eru m.a. meðhöndluð erindi foreldra er varða framfærslu barna, umgengni, sambúðarslit, skilnað, skipta búsetu, forsjá, lögheimili eða utanlandsferð. Við meðferð slíkra mála kann að reyna á sáttameðferð, ráðgjöf og fleiri úrræði samkvæmt barnalögum. Þá eru einnig meðhöndluð mál sem varða hagsmuni barna á grundvelli ættleiðingarlaga og lögræðislaga.
Mál hjá SMH á grundvelli barnalaga eða hjúskaparlaga, sem hafa stofnast en bíða meðferðar, þar sem aðilar máls eiga barn eða börn sem erindi foreldra varðar eru eftirfarandi:
Des. 2021 | Fjöldi mála er bíður meðferðar hjá SMH | Fjöldi barna í þeim málum |
Meðalbiðtími í mánuðum talið, frá því mál stofnast og þar til það er tekið til meðferðar. |
Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði |
---|---|---|---|---|
Mál SMH á grundvelli barnalaga og hjúskaparlaga | 26 | 32 | 0,5 | 0 |
Mál SMH á grundvelli ættleiðingarlaga | 0 | 0 | 0 | 0 |
Mál SMH á grundvelli lögræðislaga |
0 | 0 | 0 | 0 |
Sáttameðferð (allir sýslumenn) | 96 | 144 | 2,5 | 14 |
Önnur mál sérfræðinga skv. barnalögum (allir sýslumenn) | 10 | 11 | 0,5 | 0 |
Bið barna eftir þjónustu:
des. 2021 | Fjöldi mála er bíður meðferðar hjá SMH | Fjöldi barna í þeim málum |
Meðalbiðtími í mánuðum talið, frá því mál stofnast og þar til það er tekið til meðferðar. |
Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði |
---|---|---|---|---|
Mál skv. 46. gr. b. barna-laga | 152 | 152 | 17 | 143 |
Viðtal við barn skv. 74. gr. barnalaga |
8 | 11 | 0,5 | 0 |
- Samkvæmt 46. gr. b. barnalaga nr. 76/2003 ber sýslumanni að bregðast við ef barn missir foreldri sitt með því m.a. að kanna tengsl barns við vandamenn, veita barni og forsjáraðila tækifæri til að mæta á fund sýslumanns ásamt því að veita leiðbeiningar um umgengnisrétt. Ákvæðið kom inn í barnalög með lögum nr. 50/2019 en ekki fylgdi fjármagn með verkefninu.
- Nánari útfærslu á framkvæmd þjónustunnar má finna í reglugerð nr. 1450/2021 um ráðgjöf, sáttameðferð og samtal að frumkvæði barns á grundvelli barnalaga sem tók gildi 1.1.2022.
- Samkvæmt 74. gr. barnalaga 76/2003 getur sýslumaður óskað eftir því við sérfræðing að taka viðtal við barn og gera um það skýrslu. Fjöldi slíkra beiðna og staða mála á bið á landinu öllu má finna í ofangreindri töflu.
- Biðtími er talinn frá því að mál stofnast og þar til það er tekið til meðferðar.