Ýmsar útgáfur Barnasáttmálans
Veggspjöld og bæklingar til kynningar á Barnasáttmálanum. Hægt er að nálgast kynningarefnið á skrifstofu umboðsmanns barna.
Veggspjald og bæklingar
Útgáfa frá 2020 með ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Veggspjald og bæklingur þar sem greinar Barnasáttmálans eru settar fram á aðgengilegan máta. Þessi útgáfa er samstarfsverkefni umboðsmanns barna, Barnaheilla, Unicef á Íslandi og Menntamálastofnunar. Hægt er að panta veggspjöldin á barnasáttmáli.is.
Barnasáttmálinn í myndum
Umboðsmaður barna hefur gefið út veggspjald sem ætlað er börnum á leikskólaaldri og börnum í yngri bekkjum grunnskóla. Á veggspjaldinu eru settar fram í myndmáli upplýsingar um tilteknar greinar Barnasáttmálans en sumar myndir eiga við um nokkrar greinar.
Þórey Mjallvít H. Ómarsdóttir teiknaði myndirnar á veggspjaldinu.
Í þessu pdf skjali er útskýrt til hvaða greina Barnasáttmálans myndirnar á veggspjaldinu vísa. Textinn er ætlaður fullorðnum sem ætla að kynna Barnasáttmálann fyrir börnum með veggspjaldinu.
Veggspjaldið er 33 x 96 cm.
Uppfært desember 2023: Veggspjaldið "Barnasáttmálinn í myndum" er uppselt hjá embættinu og óvíst með frekari prentun.