Rit og skýrslur

Hér er að finna útgefnar skýrslur umboðsmanns barna

2024

Bið barna eftir þjónustu


2023

Barnasáttmálinn og réttindi barna - skýrsla um stöðu barna lögð fram á barnaþingi 2023 

Mat á því sem er barni fyrir bestu

Til þess að uppfylla skilyrði barnasáttmálans þarf að leggja mat á það sem er barni fyrir bestu, áður en ráðist er í aðgerðir sem varða börn, með beinum eða óbeinum hætti. Eftirfarandi leiðbeiningar fjalla um framkvæmd matsins og mismunandi þætti þess.

Innleiðing Barnasáttmálans - niðurstaða könnunar 2022

Upplýsingar um stöðu á innleiðingu barnasáttmálans hjá ráðuneytum og ríkisstofnunum í lok árs 2022.

2022

Frásagnir barna - sóttvarnaráðstafanir

Umboðsmaður barna safnaði frásögnum frá börnum um reynslu af því að vera börn á tímum heimsfaraldurs. Hér var sjónum beint að sóttkví, sýnatöku og einangrun. 

Börn fanga - hin þöglu fórnarlömb fangelsunar

  • Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður verkefnis sem unnið var fyrir umboðsmann barna með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna um börn fanga og stöðu og greiningu á þeirra réttindum. Verkefnið var unnið af Lilju Katrínu Ólafsdóttur, lögfræðingi og Daníel Kára Guðjónssyni, meistaranema í afbrotafræði.

Skýrsla barnaþings 2022

Barnasáttmálinn og réttindi barna á tímum heimsfaraldurs - skýrsla umboðsmanns barna lögð fram á barnaþingi 2022

2021

Frásagnir barna - framtíðarsýn 

Frásagnir barna af heimsfaraldri

2020

Frásagnir barna af kórónuveirunni

Niðurstöður könnunar um innleiðingu Barnasáttmálans

Skýrsla með niðurstöðum könnunar um innleiðingu Barnasáttmálans , samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins hjá ráðuneytum og ríkisstofnunum. Könnunin er liður í því lögbundna verkefni embættisins að fylgjast með þróun og túlkun Barnasáttmálans og því að hann sé virtur. 

Skýrsla til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna

Skýrsla umboðsmanns barna til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna þar sem settar eru fram ábendingar um aðgerðir sem stjórnvöld verða að grípa til og sem miða að áframhaldandi innleiðingu Barnasáttmálans, samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

Skýrsla barnaþings 2019

Skýrsla með niðurstöðum barnaþings sem haldið var í Hörpu 21. - 22. nóvember 2019.


Þátttaka barna í stefnumótun og ákvörðunum

Á vormánuðum 2019 undirrituðu félags- og barnamálaráðherra og umboðsmaður barna, samkomulag um aukið samstarf í málefnum barna. Með samkomulaginu tók embætti umboðsmanns barna að sér að móta tillögur um breytt verklag um þátttöku barna sem settar eru fram í þessari skýrslu sem skilað var til ráðuneytisins í desember 2019

 

2019

Skýrsla umboðsmanns barna - lögð fram á barnaþingi 21. - 22. nóvember

Skýrsla þessi um stöðu í málefnum barna í íslensku samfélagi er lögð fyrir barnaþing samkvæmt 6. gr. a. laga um umboðsmann barna, nr. 83/1994. Markmið skýrslunnar er að gefa yfirlit yfir stöðu og þróun í málefnum.


Vinnuskóli fyrir ungmenni - niðurstöður könnunar meðal sveitarfélaga

Niðurstöður könnunar meðal sveitarfélaga um vinnuskóla fyrir ungmenni. Helstu niðurstöður eru þær að meirihluta ungmenna á aldrinum 13 - 15 ára stendur til boða starf í vinnuskóla sveitarfélaga.

Sérfræðihópur fatlaðra barna - samantekt úr niðurstöðum

Skýrsla með niðurstöðum sérfræðihóps fatlaðra barna og unglinga. Þar koma fram ábendingar hópsins um

það sem betur má fara í málefnum fatlaðra barna og unglinga. Þær snúa meðal annars að aðgengi, ferðaþjónustu, upplýsingagjöf, tómstundastarfi, fordómum, virðingu í samskiptum, einelti og ofbeldi.


1995 - 2018

Helstu áhyggjuefni 2017

Skýrsla þar sem fjallað er um þær athugasemdir sem umboðsmaður barna telur brýnast að koma á framfæri við umboðsmannaskiptin 2017.

Opna skýrsluna "Helstu áhyggjuefni 2017".

Í hinum fullkomna heimi er enginn alkóhólismi! – sjónarmið barna alkóhólista

Skýrsla þar sem tekin eru saman sjónarmið barna sem hafa alist upp við mikla áfengis- eða vímuefnaneyslu foreldra og upplifað óvissu og álag í tengslum við hana. Í skýrslunni er að finna skilaboð frá börnum alkóhólista til fullorðinna. Börn alkóhólista er fyrsti sérfræðihópur umboðsmanns barna. Skýrslan var unnin í samstarfi við Barnahjálp SÁÁ og gefin út 2014.

Opna skýrsluna Í hinum fullkomna heimi er enginn alkóhólismi! – sjónarmið barna alkóhólista

Skýrsla umboðsmanns barna til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna

Í skýrslunni bendir umboðsmaður barna á það sem betur mætti fara varðandi framkvæmd Barnasáttmálans á Íslandi. Útgefin 2010 á íslensku og ensku.

Opna skýrslu umboðsmanns barna til nefndar Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins 2010 (pdf).

Opna Report of the Ombudsman for Children in Iceland to the UN Committee on the Rights of the Child 2010 (pdf).

Líðan barna - könnun umboðsmanns barna 2010

Niðurstöður könnunar um líðan barna sem umboðsmaður barna lagði fyrir um 1350 nemendur 5. - 7. bekkja grunnskóla. Spurt var um líkamlega kvilla, líðan, öryggi, ofbeldi, samskipti nemenda og starfsfólks í skólanum, vináttu, áhyggjur, tengsl við foreldra o.fl.

Opna skýrsluna Líðan barna 2010 (pdf).

Hvernig er að vera barn á Íslandi?

Í þessari bók er að finna teikningar og texta leik- og grunnskólabarna sem tóku þátt í verkefni umboðsmanns barna Hvernig er að vera barn á Íslandi? veturinn 2008 til 2009. Sameinuðu þjóðanna, 20. nóvember 2009.

Opna bókina: Hvernig er að vera barn á Íslandi? (pdf)

Ungir Íslendingar í ljósi vísindanna

Bókin er afrakstur málþings sem haldið var á vegum umboðsmanns barna og rektors Háskóla Íslands í nóvember 2004. Ritið hefur að geyma 36 fræðileg erindi um stöðu og hagi barna og unglinga á Íslandi, auk formála og lokaávarps. Bókin spannar vítt svið félags-, hug- og raunvísinda og var gefin er út í samstarfi við Háskóla Íslands árið 2005. Bókin er uppseld.

Skoða efnisyfirlit bókarinnar Ungir Íslendingar í ljósi vísindanna (pdf)

Heimilisofbeldi gegn börnum á Íslandi. Höggva - hýða - hirta - hæða - hafna - hrista - hræða

Ofbeldi gegn börnum og refsingum í tímans rás er lýst og gerð grein fyrir umræðu fagfólks og annarra um viðfangsefnið og helstu niðurstöðu rannsókna kynntar. Bókinni er ætlað að styðja við forvarnir hér á landi, í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Bókin var gefin út í samstarfi við Miðstöð heilsuverndar barna árið 2004.

Opna bókina Heimilisofbeldi gegn börnum á Íslandi. Höggva - hýða - hirta - hæða - hafna - hrista - hræða (pdf)

Friðhelgi einkalífs

Skýrsla um friðhelgi einkalífs og til trúnaðar af hálfu opinberra starfsmanna. Skýrslan er unnin af Ragnheiði Thorlacius lögfræðingi fyrir umboðsmann barna árið 2003.

Opna Friðhelgi einkalífsins (pdf).

Streita í lífi grunnskólabarna

Skýrsla um viðhorf ráðgjafarbekkja umboðsmanns barna og fulltrúa í nemendaráðum grunnskólanna. Útgefin í desember 2003.

Opna Streita í lífi grunnskólabarna (pdf).

Þau sem erfa munu landið ... ná ekki eyrum okkar

Bæklingur um 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, unninn í samvinnu við mannréttindahóp ELSA, sem eru samtök evrópskra laganema. Bent er á leiðir fyrir stjórnvöld til að tryggja rétt barna og unglinga til áhrifa. Útgefinn 2002. Uppseldur.

Netþing - annað unglingaþing umboðsmanns barna

Skýrsla um framkvæmd og niðurstöður annars NetÞings umboðsmanns barna, sem haldið var 2001. Útgefin 2001.

Opna Netþing - annað unglingaþing umboðsmanns barna (pdf).

Netþing - fyrsta unglingaþing umboðsmanns barna

Skýrsla um framkvæmd og niðurstöður NetÞings - unglingaþings umboðsmanns barna, sem haldið var veturinn 1999-2000. Útgefin 2000.

Opna Netþing - fyrsta unglingaþing umboðsmanns barna (pdf).

Einelti kemur öllum við

Skýrsla um ráðstefnu umboðsmanns barna um einelti á Hótel Sögu, 17. október 1998. Í skýrslunni eru settar fram helstu niðurstöður ráðstefnunnar. Útgefin1999.

Opna Einelti kemur öllum við (pdf).

Ungir hafa orðið

Ræður framsögumanna á málþingum umboðsmanns barna um réttinda- og hagsmunamál barna og unglinga. Útgefin 1998.

Opna Ungir hafa orðið (pdf).

Mannabörn eru merkileg

Staðreyndir um börn og unglinga. Í þessari handbók var safnað saman á einn stað, í fyrsta sinn hér á landi, öllum helstu staðreyndum um börn og unglinga á Íslandi. Útgefin 1998.

Skoða efnisyfirlit og formála handbókarinnar Mannabörn eru merkileg (pdf).

Heggur sá er hlífa skyldi

Skýrsla um kynferðisbrot gegn börnum og ungmennum. Í skýrslunni eru m.a. tillögur umboðsmanns barna til að bæta réttarstöðu barna sem fórnarlamba kynferðisbrota. Útgefin 1997.

Opna Heggur sá er hlífa skyldi (pdf).

Meira sólskin - fleiri pizzur

Viðhorf unglinga í vinnuskólum - skoðanakönnun sumarið 1996. Útgefin 1997.

Opna Meira sólskin - fleiri pizzur (pdf).

Að mega lýsa og koma á framfæri skoðunum sínum við fullorðna

Niðurstöður könnunar umboðsmanns barna á starfsháttum nemendaráða grunnskóla skólaárið 1995-1996. Útgefin 1996.

Opna Að mega lýsa og koma á framfæri skoðunum sínum við fullorðna (pdf).

Ofbeldi í sjónvarpi

Úttekt á framboði ofbeldisefnis í íslensku sjónvarpi 2.-15. september 1996. Útgefin 1996.

Opna Ofbeldi í sjónvarpi (pdf).

Hvað er til ráða?

Bæklingur um áhrif ofbeldisefnis í sjónvarpi á börn. Bæklingurinn var gefinn út í samstarfi við félag íslenskra barnalækna.

Skoða framhlið og bakhlið


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica