Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Tillaga til þingsályktunar um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum, 328. mál.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum, 328. mál.  

Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 1. mars 2016.

Skoða tillöguna.
Skoða feril málsins.

 

Umsögn umboðsmanns barna

 

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis 

Reykjavík, 1. mars 2016
UB:1603/4.1.1

 

Efni: Tillaga til þingsályktunar um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum, 328. mál. 

Vísað er í tölvupóst frá nefndasviði Alþingis, dags. 25. febrúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreinda þingsályktunartillögu.

Ef möguleiki er á því að þau efni sem notuð eru á leikvöllum eða íþróttasvæðum fyrir börn séu skaðleg er mikilvægt að börn njóti vafans. Í því samhengi má benda á að það sem er börnum fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem varða þau samkvæmt 3. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sbr. lög nr. 19/2013. Auk þess eiga börn rétt á besta mögulega heilsufari sem hægt er að tryggja samkvæmt 24. gr. Barnasáttmálans.

Bent hefur verið á að gúmmíkurl úr dekkjum geti verið skaðlegt heilsu barna. Telur umboðsmaður barna því rétt að skipta út slíku efni fyrir hættuminni efni og banna áframhaldandi dreifingu þess á svæðum sem ætluð eru börnum. Umboðsmaður barna vonar því að ofangreind þingsályktunartillaga verði samþykkt.

 

Virðingarfyllst, 

Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna